Áskell Örn sigraði Páskamót Vinaskákfélagsins

Áskell Örn sigraði á Páskamóti Vinaskákfélagsins.

Á þessum fordæmalausum tímum þar sem covid-19 veiran grasserar hér á landi, þá hafa skákmenn notað tækifærið og teflt á netinu sem aldrei fyrr.
Eitt af þessum mótum var Páskamót Vinaskákfélagsins á netinu þann 6 apríl sl. Þetta var líklega eitt fjölmennasta mót Vinaskákfélagsins fyrr og síðar eða samtals 41 skákmaður skráður til leiks.

Tefldar voru 9 umferðir með 7 mínútur á klukkunni.
Verðlaun á mótinu voru í formi Demants áskriftaraðgangs á Chess.com.

1. Verðlaun hlaut: Alþjóðlegi meistarinn Áskell Örn Kárason með 8 vinninga og fékk 4 mánaðar áskriftaraðgang.
2. Verðlaun hlaut: Guðmundur Gíslason líka með 8 vinninga en lægri á stigum og fékk 3 mánaðar áskriftaraðgang.
3. Verðlaun hlaut: Örn Leo Jóhannsson með 7 vinninga og fékk 2 mánaðar áskriftaraðgang.
Þess má geta að efstur Vinaskákfélags manna varð Róbert Lagerman í 4 sæti með 6,5 vinning.
Í flokki undir 2000 skákstigum varð hlutskarpastur Ingi Tandri Traustason með 5,5 vinninga og fékk 2 mánaðar áskriftaraðgang.
Í flokki undir 1800 skákstigum varð hlutskarpastur Þorsteinn Magnússon með 5,5 vinning og fékk 2 mánaðar áskriftaraðgang.

Stjórn Vinaskákfélagsins vill þakka Tómas Veigar og Róbert Lagerman fyrir að koma þessu móti á.
Kveðja, Hörður Jónasson.

x

Við mælum með

Róbert Lagerman sigraði á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.

Í dag mánudaginn 2 desember 2024 var jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur. Tefldur voru ...