Sigurvegari 2024 Arnljótur Sigurðsson

Arnljótur Sigurðsson sigraði á Páskaskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.

Í dag 25 mars 2024 var hið árlega Páskaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur.

Tefldur voru 6 umferðir með 7 mín., á klukkunni. 16 manns mættu til leiks.

Arnljótur Sigurðsson sigraði mótið með fullu húsi eða 6 vinninga.

2 sæti varð Hörður Jónasson með 4,5 vinninga.

Hörður með önnur verðlaunin

3 sæti varð Finnur Finnsson með 4 vinninga.

Finnur Finnsson með 3ju verðlaun

Fyrstu 3 sætin fengu auk verðlaunapeninga, páskaegg að launum.

Aukavinningur 1 hlaut Geir Birnuson fékk hann páskaegg að launum.

Aukavinningur 2 hlaut Arnór Gauti Helgason og fékk hann líka páskaegg.

Geir og Arnór Gauti með aukaverðlaunin

Hlé var gert eftir 4 umf., og gæddu skákmenn sér á ljúfengum vöflum og kaffi hjá Inga Hans starfsmanni Vinjar.

Ingi Hans vöfflu stjóri

Allir skemmtu sér vel og gekk mótið vel.

Sjá úrslit mótsins hér: Páskaskákmót Vinaskákfélagsins 2024

Kveðja, stjórn Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

3 efstir og jafnir á Afmælisskákmóti Friðriks Ólafssonar 2025.

Æsi spennandi 90 ára afmælisskákmót Friðriks Ólafssonar, var haldið laugardaginn 25 janúar 2025. Mótið var ...