Jorge Fonseca

Annað Minningar skákmótið af þremur í sumar.

Vinaskákfélagið og Hrókurinn ætla að bjóða upp á þrjú minningar skákmót í sumar, en það eru minningarskákmót um Björn Sölva, Jorge Fonseca og Hauk Angantýsson.

Glæsileg verðlaun verða, en fyrir utan venjulega verðlaunapeninga, þá ætlar Air Iceland Connect og Hrókurinn að verðlauna þann sem verður með besta skor úr öllum 3 minningar skákmótunum með miða til Grænlands að verðmæti 100.000 kr.
Ennfremur ætlar Vinaskákfélagið og Hrókurinn að bjóða 20.000 kr. verðlaun fyrir 2. Sætið og 10.000 kr. fyrir 3. Sætið.

Skipuleggjandi mótanna verður Hrafn Jökulsson, en skákstjóri verður Hörður Jónasson.

Annað skákmótið verður minningarskákmót um Jorge Fonseca  og verður haldið mánudaginn 25 júní kl: 13, í Vin að Hverfisgötu 47.

Jorge var fæddur 16. september 1976 og ólst upp í Salamanca og flutti á unglingsárum til Madrid þar sem faðir hans starfaði sem kennari. Hann menntaði sig á Spáni og í Belgíu og útskrifaðist sem stærðfræðingur. Hann starfaði síðan sem forritari og sá um gagnagrunna, mestmegnis hjá Applicon.

Hann var þrefaldur sigurvegari Íslandsmótsins í kotru og var jafnframt stigahæsti kotruspilari landsins. Hann tók þátt í mörgum skákmótum hérlendis og lenti m.a. í 2.-6. sæti Áskorendaflokks Skákþings Íslands 2009 og háði aukakeppni við mikla meistara um sæti í landsliðsflokki. Hann sigraði líka b-flokk Haustmóts TR árið 2008. Helst vann hann það sér þó til frægðar við skákborðið að sigra Jóhann Hjartarson á Íslandsmóti skákfélaga árið 2009.

Tefldar verða 6 umferðir með 7 mínútur á skák.
Mótið verður reiknað til hraðskákstiga.
Í hléi verður boðið upp á kaffi og vöfflur.

Þið getið skráð ykkur á mótið með því að klikka á dagatalið til hægri á nýju skak.is síðunni og farið í skráningarformið til að skrá ykkur.
Einnig getið þið skráð ykkur á staðnum.
Allir velkomnir!!

x

Við mælum með

Róbert Lagerman sigraði á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.

Í dag mánudaginn 2 desember 2024 var jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur. Tefldur voru ...