Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10. október ár hvert og hefur Vinaskákfélagið skipulagt þetta skákmót undanfarin 15 ár, og á allra síðustu árum í samvinnu við Taflfélag Reykjavíkur.
Mótið er haldið í sameiningu af Vinaskákfélaginu og Taflfélagi Reykjavíkur og verður haldið, fimmtudaginn, 14. Október, í Faxfeni 12 í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur og hefst klukkan 19:30.
Birnukaffi verður á sínum stað!!
Tefldar verða 9 umferðir með tímamörkunum 4 mín. + 2 sek.
Glæsileg verðlaun verða á mótinu eins og venjulega og vill Vinaskákfélagið þakka Skruddu bókaforlaginu sérstaklega fyrir þeirra þátt í að styrkja félagið með bókagjöfum.
Eftirfarandi verðlaun eru þessi:
- 1. Sæti: Gull peningur + Bikar og bók.
- 2. Sæti: Silfur peningur + bók.
- 3. Sæti: Brons peningur + skákbók (Heimsbikarmót Stöðvar 2, 1988).
- 1. Sæti: Kvennaverðlaun: Gull peningur + bók.
- 1. Sæti: 50 +: Gull peningur + bók.
- 1. Sæti: 65 +: Gull peningur + bók.
- 1. Sæti: U16: Gull peningur + bók.
- Happdrætti: skákbók (Heimsbikarmót Stöðvar 2, 1988).
Skráningarform: Alþjóðlega Geðheilbrigðis skákmótið
Skráning fer einnig fram á gula kassanum á skak.is.
Til að sjá hverjir hafi skráð sig: Alþjóða Geðheilbrigðis skákmótið 2021
Allir velkomnir!!