Logo Alþjóðlega Geðheilbrigðisdagsins

Alþjóða Geðheilbrigðisskákmótið 2020

Alþjóða Geðheilbrigðisskákmótið.

Kórónuveiran geisar og samfélagið er í lamasessi … en við skákmenn látum það ekki stöðva okkur! Framundan er netmót tileinkað alþjóða geðheilbrigðisdeginum.
Alþjóða Geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10. október ár hvert og hefur Vinaskákfélagið skipulagt þetta skákmót undanfarin 14 ár, og á allra síðustu árum í samvinnu við Taflfélag Reykjavíkur.
Í ár átti mótið að vera haldið í raunheimum, fimmtudaginn, 15. október, en ákveðið er að halda mótið á netinu í þetta sinn í ljósi aðstæðna í samfélaginu. Mótið er haldið á: https://www.chess.com
Mótið í ár er haldið í sameiningu af Vinaskákfélaginu og Taflfélagi Reykjavíkur og verður haldið á vegum Team Iceland hópsins á chess.com.
Þeir sem ekki eru þegar meðlimir þar, þurfa að skrá sig á: https://www.chess.com/club/team-iceland

Mótið verður haldið fimmtudaginn 15. október og hefst klukkan 19:00.
Tefldar verða 9 umferðir með tímamörkunum 4 mín. + 2 sek.
Skákstjórar verða Aðalsteinn Thorarensen og Gauti Páll Jónsson.

Vinaskákfélagið sér um verðlaun:
1. Verðlaun: Gull peningur + Bikar og bók.
2. Verðlaun: Silfur peningur + bók.
3. Verðlaun: Brons peningur + bók.
4. Kvennaverðlaun: Gull peningur + bók.
5. Y50: Gull peningur + bók.
6. U16: Gull peningur + bók.

Skráning fer fram á gula kassanum á skak.is, en þar þarf að koma fram nafn, fæðingarár og notendanafn á chess.com.

Allir velkomnir!!

x

Við mælum með

Róbert Lagerman sigraði á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.

Í dag mánudaginn 2 desember 2024 var jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur. Tefldur voru ...