Vinaskákfélagið mun halda glæsilegt Afmælisskákmót Friðriks Ólafssonar laugardaginn 25 janúar klukkan 14:00 á Aflagranda 40.
Friðrik Ólafsson verður 90 ára daginn eftir eða á sunnudaginn 26 janúar.
Vinaskákfélagið mun halda þetta mót árlega og verður stórglæsilegur Farandbikar sem heitir “Friðriksbikarinn” sem sá sem vinnur fær nafn sitt skráð á hann.
Við eigum kannski von á að Friðrik Ólafsson muni koma á mótið og leika fyrsta leikinn. Það mun koma í ljós þegar nær dregur. Gestir eru velkomnir!
Tefldar verða 7 umf., með 4 mín + 2 sek.
Mótið verður reiknað til hraðskákstiga.
Skákdómari verður Róbert Lagerman og mótstjóri verður Hörður Jónasson.
Glæsileg verðlaun verða á mótinu.
Verðlaun á mótið:
1. sæti: Farandbikar + Gull verðl.pen. + 30,000 kr.
2. sæti: Silfur verðl.pen. + 20,000 kr.
3. sæti. Bronse verðl.pen. 10,000 kr.
Kvennaverðlaun: Gull verðl.pen. + 10.000 kr.
50 ára og eldri: Gull verðl.pen. + 10.000 kr.
65 ára og eldri: Gull verðl.pen. + 10.000 kr.
16 ára og yngri: Gull verðl.pen. + 10.000 kr.
Starfsmenn á Aflagranda verða með kaffi, en Vinaskákfélagið kemur með 2 x 25 manna súkkulaðiköku. Stutt hlé verður svo eftir 4 umferðir svo skákmenn geti notið veitinganna sem best.
Allir velkomnir.
Hægt er að sjá hverjir hafi skráð sig hér: Afmælisskákmót Friðriks Ólafssonar 2025
Einnig er hægt að skrá sig á staðnum.
Mætið tímanlega.
Kveðja stjórn Vinaskákfélagsins.
Skráið ykkur hér: