Æsi spennandi 90 ára afmælisskákmót Friðriks Ólafssonar, var haldið laugardaginn 25 janúar 2025.
Mótið var haldið á Aflagranda 40 og voru tefldar 7 umferðir með 4 mín + 2 sek á klukkunni.
Glæsilegur farandbikar “Friðriksbikarinn”, fær sá sem vinnur nafn sitt skráð á hann.
Þetta skákmót hefur verið ákveðið að halda árlega héðan í frá á afmælisdegi Friðriks 26 janúar eða í kringum þann dag.
Alls mættu 32 skákmenn á mótið.
Skákdómari var Róbert Lagerman og mótstjóri var Hörður Jónasson.
Helgi Áss Grétarsson lék fyrsta leikinn hjá Jóni Úlfljótsson á móti Vignir Vatnari.
Glæsileg verðlaun voru á mótinu.
3 voru efstir og jafnir með 5,5 vinninga en Vignir Vatnar vann á stigum og fær nafn sitt áritað á farandbikarann.
Annað sæti varð Róbert Lagerman einnig með 5,5 vinning.
Þriðja sæti varð svo Símon Þórhallsson líka með 5,5 vinning.
65 ára og eldri, þar varð Bragi Halldórsson með 4,5 vinninga.
50 ára og eldri, þar varð Jóhann Ingvason með 5 vinninga.
16 ára og yngri, hlaut Thor Jokull, Gudbrandsson með 3 vinning.
Vinaskákfélagið kom með 2 gómsætar súkkulaðitertur og konfekt og starfsfólk Aflagranda var með kaffi og þeyttan rjóma. Stjórn félagsins þakkar starfsfólki fyrir þeirra aðstoð.
Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins sker fyrstu sneiðina á tertunni.
Til að sjá úrslitin: Afmælisskákmót Friðriks Ólafssonar 2025
Kveðja stjórn Vinaskákfélagsins.