Verðlaunahafiar á sumarmótinu 2022

20 ára afmælis skákmót Vinaskákfélagsins 2023

Hið árlega sumarskákmót Vinaskákfélagsins verður haldið mánudaginn 24 júlí 2023, kl: 13, í Vin að Hverfisgötu 47.

Mótið heitir „20 ára afmælis skákmót Vinaskákfélagsins 2023“.

Undirtitill: „Meistaramót Vinaskákfélagsins í hraðskák 2023“.

Tefldar verða 7 umferðir með 4 mín. + 2 sek., á skák.

Ef tveir verða efstir og jafnir, þá keppa þeir til úrslita um sigurinn í „bráðabana“, þar sem hvítur hefur 5 mínútur og svartur 4 mínútur og nægir svörtum jafntefli til að vinna.

Einnig er keppt um það hver verður Hraðskákmeistari Vinaskákfélagsins 2023.

Skákdómari er Róbert Lagerman og mótstjóri er Hörður Jónasson.

Mótið verður reiknað til hraðskákstiga.

Í hléi verður boðið upp á kaffi og 40 manna súkkulaðiterta.

Aðalverðlaun:

  1. Sæti. Gull verðlaunapeningur + 25.000 kr.
  2. Sæti. Silfur verðlaunapeningur + 15.000 kr.
  3. Sæti. Brons verðlaunapeningur + 5.000 kr.
  4. Aukaverðlaun 1. Skákbók.
  5. Aukaverðlaun 2. Skákbók.
  6. Aukaverðlaun 3. Skákbók.

Verðlaun félaga í Vinaskákfélaginu:

  1. Sæti. Farandbikar + gull verðlaunapeningur + skákbók.
  2. Sæti. Silfur verðlaunapeningur + skákbók.
  3. Sæti. Brons verðlaunapeningur + skákbók.

Skráningarform er hér fyrir neðan:

Þegar skráðir skákmenn: 20 ára afmælis skákmót Vinaskákfélagsins 2023

Allir velkomnir!!

20 ára afmælis skákmót Vinaskákfélagsins 2023

20 ára afmælis skákmót Vinaskákfélagsins 2023

Nafn
Nafn
First
Last
x

Við mælum með

Vignir Vatnar sigraði á Alþjóðlega Geðheilbrigðisskákmótinu 2024.

Eitt af skemmtilegustu skámótum ársins var haldið fimmtudaginn 17 október, en þá var Alþjóða geðheilbrigðis ...