Félagarnir Hrafn Jökulsson og Róbert Lagerman sem stofnuðu félagið 2003

15 ára Afmæli Vinaskákfélagsins.

Vinaskákfélagið er 15 ára á þessu ári 2018 og í tilefni þess ætlar félagið að halda skemmtilegt skákmót mánudaginn 24 september í Vin, Hverfisgötu 47, og hefst taflið kl. 13:00.

Tefldar verða 6 umferðir með 7 mín., á skák og skipuleggjandi er Róbert Lagerman, en skákstjóri verður Hörður Jónasson. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga.

Vinaskákfélagið ætlar að bjóða ýmsum velunnara þess til afmælis veislu um klukkan 14:00, en þá verður gert hlé á skákmótinu þar sem gestir og skákmenn geta gætt sér á veglegum veitingum.

Vinaskákfélagið var stofnað árið 2003 af þeim Hrafni Jökulssyni og Róbert Lagerman. Ýmsir merkir skákmenn hafa teflt fyrir félagið og má þar nefna þá Björn Sölva, Hauk Angantýsson og Jorge Fonseca en nú í sumar var einnig haldin sérstök minningarskákmót þeim til handa. Ennfremur tefldi Sævar Bjarnason fyrir félagið um tíma.

Góð verðlaun verða í boði.

Þið getið skráð ykkur á mótið í gula kassanum á skak.is.

Einnig getið þið skráð ykkur á staðnum.

Allir velkomnir!!

x

Við mælum með

Róbert Lagerman sigraði á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.

Í dag mánudaginn 2 desember 2024 var jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur. Tefldur voru ...