Páskaskákmót Vinaskákfélagsins verður haldið í Vin, Hverfisgötu 47 í Reykjavík, mánudaginn 7 apríl kl. 13:00. Eins og ávalt hjá Vinaskákfélaginu verða góðir vinningar í boði. Skákdómari verður Róbert Lagerman og mótstjóri er Hörður Jónasson Í hléi verður hægt að gæða sér á vöflum og kaffi. Tefldar verða 6 umferðir með 7 mín á klukkunni. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Borgarstjóri: ...
Lesa »Forsíða
Glæsileg árshátíð Vinaskákfélagsins 2025
Í ár var árshátíð Vinaskákfélagsins haldin á veitingastaðnum Steikhúsið, Tryggvagata 4-6, föstudagskvöldið 21 mars. Kátir og hressir félagar mættu til bragða á ljúffengum réttum staðarins og margt spjallað og skálað. Maturinn var svo ekki af verri endanum: Allir komu svo vel saddir og glaðir og verður árshátíð haldin árlega. Kveðja, Hörður Jónasson forseti félagsins.
Lesa »Vinaskákfélagið fær afhendan styrk frá Reykjavíkurborg.
Í dag er gleðilegur dagur hjá Vinaskákfélaginu, en við fengum afhentan styrk frá Reykjavíkurborg. Forseti félagsins Hörður Jónasson tók á móti styrknum fyrir hönd Vinaskákfélagsins, en einnig var Róbert Lagerman gjaldkeri félagsins viðstaddur móttökuna.
Lesa »Róbert Lagerman sigraði á skákmóti hjá Ásum.
Í dag 18 mars fórum við Róbert Lagerman á skákmót hjá Æsir skákklubbi eldri borgara. Tefldar voru 10 umferðir með 10 mínútur á skák. Haldið var upp á það að Guðfinnur R. Kjartansson varð 80 ára í gær. Eftir 5 umferðir var gert hlé og gæddu menn sér á dýrindis tertu með mynd af Guðfinni. Úrslit urðu þau að Róbert ...
Lesa »Árshátíð Vinaskákfélagsins 2025.
Árshátíð Vinaskákfélagsins verður haldin á veitingastaðnum Steikhúsið, Tryggvagata 4-6, föstudagskvöldið 21 mars, kl. 19:00. Frábært tilboð frá Vinaskákfélaginu, sem greiðir niður verðið á árshátíðinni um 4.000 kr. 3 rétta matseðill á aðeins 7.950 kr. Drykkir eru ekki innifaldir. 3 rétta seðil: Forréttatvenna: „Black n‘ Blue“ túnfiskur með Chermula kryddblöndu, basil og ponzu vinaigrette, japönsku mæjó, krydduðum rækjuflögum og frisse salati. ...
Lesa »Finnur Finnsson 90 ára!
Í dag 25 febrúar 2025 kom Vinaskákfélagið með blóm og konfekt handa afmælisbarninu sem varð 90 ára. Haldið var svo skákmót hjá Æsir honum til heiðurs. Hér koma svo nokkrar myndir. Kveðja Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins.
Lesa »3 efstir og jafnir á Afmælisskákmóti Friðriks Ólafssonar 2025.
Æsi spennandi 90 ára afmælisskákmót Friðriks Ólafssonar, var haldið laugardaginn 25 janúar 2025. Mótið var haldið á Aflagranda 40 og voru tefldar 7 umferðir með 4 mín + 2 sek á klukkunni. Glæsilegur farandbikar “Friðriksbikarinn”, fær sá sem vinnur nafn sitt skráð á hann. Þetta skákmót hefur verið ákveðið að halda árlega héðan í frá á afmælisdegi Friðriks 26 janúar ...
Lesa »Skákbækur í verðlaun á Afmælisskákmóti Friðriks Ólafssonar 2025.
Vinaskákfélagið hefur ákveðið að bæta skákbókum í verðlaun á Afmælisskákmóti Friðriks Ólafssonar sem verður laugardaginn 25 janúar. Ég bæti við 2 bókum um “Reykjavíkurskákmót í 50 ár”, og svo hefur Bragi Halldórsson gefið 5 bækur sem verða í verðlaun á mótinu. Það er bókin “Heimsbikarmót Stöðvar 2, 1988”. Ég þakka honum Braga Halldórssyni kærlega fyrir gjöfina og bæti þeim við ...
Lesa »