1. grein
Félagið heitir Vinaskákfélagið.
Kennitala félagsins er: 630913-1010
2. grein
Heimili félagsins og varnarþing er að Hverfisgötu 47, 101 Reykjavík.
3. grein
Tilgangur Vinaskákfélagsins er að efla skáklíf meðal fólks með geðraskanir. Byggja skal á starfi og reynslu félagsins, sem hóf reglulegar skákæfingar í Vin Dagsetur, athvarfi Reykjvíkurborgar við Hverfisgötu 47 í Reykjavík.
Vinaskákfélagið hlúir að skáklífinu í Vin, jafnframt því að efna til viðburða í þágu fólks með geðraskanir, í samvinnu við athvörf, búsetukjarna, geðdeildir, félagasamtök og einstaklinga.
Félagið leggur sig fram um að starfa í anda einkunnarorða skákhreyfingarinnar: Gens una sumus / Við erum ein fjölskylda.
4. grein
Tilgangi sínum hyggst Vinaskákfélagið ná með skákæfingum, skákmótum, fræðslu og viðburðum.
5. grein
Allir eru velkomnir sem liðsmenn Vinaskákfélagsins.
6. grein
Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur á aðalfundi.
7. grein
Vinaskákfélagið skal vera með bankareikning. Ekkert árgjald er og Vinaskákfélagið er ekki með þátttökugjöld á mánudags skákmótum í Vin, Hverfisgötu 47, 101 Reykjavík. Aftur á móti geta meðlimir styrkt félagið með frjálsum framlögum á heimasíðu þess undir linknum „Styrktarreikningur“.
8. grein
Aðalfund skal halda eigi síðar en 15 maí ár hvert og skal boða til hans með minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Þó getur stjórnin samþykkt á síðasta stjórnarfundi fyrir aðalfund að fresta aðalfundi en þó ekki nema um 2 vikur eða til 30 maí. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
- Forseti setur fundinn.
- Kosning fundarstjóra.
- Kosning ritara.
- Skýrsla stjórnar lögð fram.
- Reikningar lagðir fram til samþykktar.
- Lagabreytingar.
- Kosning stjórnar.
- Önnur mál.
9. grein
Stjórn Vinaskákfélagsins skal vera skipuð 5 félagsmönnum: forseta, varaforseta, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda.
Einnig skal stjórnin vera skipuð 2 varamönnum.
Kosning forseta skal halda á 2 ára fresti og fara fram á aðalfundi.
Kosning varaforseta, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda skal halda árlega og fara fram á aðalfundi.
Kosning 2 varamanna skal halda árlega og fara fram á aðalfundi.
Forseti og gjaldkeri skulu hafa prokúru á reikningi Vinaskákfélagsins.
Stjórn Vinaskákfélagsins skal á fyrsta fundi sínum eftir Aðalfund ákveða hverjir verði Liðstjórar Vinaskákfélagsins og hve mörg lið þeir senda á Íslandsmót Skákfélaga.
Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda.
Forseti skal boða til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.
10. grein
Allar lagabreytingar Vinaskákfélagsins skulu berast í tölvupósti til
stjórnar félagsins eigi síðar en viku fyrir Aðalfund.
11. grein
Vinaskákfélagið skal halda úti heimasíðu á meðan félagið er starfandi. Heimasíðan heitir „vinaskak.is“.
12. grein
Rekstrarhagnaði félagsins skal varið í samræmi við tilgang Vinaskákfélagsins.
13. grein
Stjórn Vinaskákfélagsins skal með öllum ráðum ná í sem flesta styrki og eða bakhjarla til að styrkja stöðu þess og sérstaklega fyrir Íslandsmót skákfélaga.
14. grein
Vinaskákfélagið skal vera með Siðareglur.
15. grein
Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með 3/4 meirihluta atkvæða og renna eignir þess til Geðhjálpar í Reykjavík.
Samþykkt á aðalfundi 5 maí 2023.