Hópmynd af keppendum

Omar Salama vann Gens una Sumus skákmótið í Gerðasafni.

Laugardaginn 2, september hélt Hrókurinn í samstarfi við Vinaskákfélagið hraðskákmót í Gerðarsafni í Kópavogi, í tilefni af CYCLE-listahátíðinni, sem Kópavogur stendur að í samvinnu við Berlín og Hong Kong. Yfirskrift skákmótsins var í anda hátíðarinnar og kjörorða skákhreyfingarinnar: Gens una sumus / Við erum ein fjölskylda.

Tefldar voru sex umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Bókaverðlaun og gjafabréf var í vinninga.

Skipuleggjandi mótsins var Hrafn Jökulsson, en skákstjóri var Hörður Jónasson frá Vinaskákfélaginu.

Á mótið mættu 21 skákmaður.

Sigurvegarar mótsins ásamt Hrafni Jökulssyni

Sigurvegari varð Omar Salama með 5,5 vinninga, í öðru sæti var Gunnar Fr. Rúnarsson með 4,5 vinninga og í þríðja sæti ásamt 2 öðrum, en vann á stigum varð Vignir Vatnar Stefánsson með 4 vinninga.

x

Við mælum með

Róbert Lagerman sigraði á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.

Í dag mánudaginn 2 desember 2024 var jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur. Tefldur voru ...