Minningarskákmót um Hauk Halldórsson.

Í dag 10 desember 2018 var haldið Minningarskákmót um okkar góða félaga Hauk Halldórssonar sem lést um aldur fram þann 7 júlí sl., aðeins 51 árs að aldri. Hann var fastagestur hér í Vin, Hverfisgötu 47.

Blessuð sé minning hans.

Jafnframt var þetta Jólaskákmót Vinaskákfélagsins. Tefldar voru 6 umferðir með 7 mín., á skák. Þeir sem komu að skipulagningu og skákstjórar voru, Hrafn Jökulsson, Róbert Lagerman og Hörður Jónasson. Mættir voru 14 skákmenn sem minntust þessa kæra félaga. Þeir félagar Hrafn Jökulsson og Róbert Lagerman léku fyrsta leikinn hjá Jon Olav Fivelstad gegn Björgvin Kristbergssonar.

Að sjálfsögðu voru veitingar í boði starfsfólks Vinjar. Góð verðlaun voru, en ásamt verðlaunapeningum, þá var veittur sérstakur Bikar til þess sem sigraði mótið. Og sá sem sigraði mótið var Gunnar Freyr Rúnarsson með 4,5 vinninga, en það voru reyndar einir 4 sem fengu 4,5 vinning en Gunnar var efstur á stigum.

Úrslit er hægt að sjá á chess-results.com

Gens una sumus – Við erum ein fjölskylda.

Kveðja Hörður Jónasson varaforseti Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Róbert Lagerman sigraði á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.

Í dag mánudaginn 2 desember 2024 var jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur. Tefldur voru ...