Hrókurinn & Vinaskákfélagið bjóða með mikilli gleði til hins árlega jólaskákmóts á Kleppi, föstudaginn 21. desember klukkan 13. Til leiks er boðið öllum sem sækja geðdeildir, batasetur eða búsetukjarna, sem og þeim sem vilja taka þátt í skemmtilegu móti. Starfsmenn meira en velkomnir líka. Búnar verða til þriggja manna sveitir sem keppa um verðlaunapeninga og bókaverðlaun, en aðalatriðið er að allir hafi gaman af. Veitingar í boði. Gott er ef þið getið skráð ykkur hjá hrafnjokuls@hotmail.com eða chesslion@hotmail.com

Jólaskákmótið á Kleppi 2018