Loksins, loksins, var hægt að halda hið árlega jólaskákmót Vinaskákfélagsins á Kleppi, en það var haldið núna 12 desember 2022.
Þetta er skemmtilegasta mót ársins enda var gleðin allsráðandi, sérstaklega þar sem ekki hefur verið hægt að halda mótið í 3 ár eða síðan í desember 2019.
Á mótinu leiddu saman hesta sína skáksveitir frá geðdeildum, búsetukjörnum og batasetrum ásamt sveitum frá Vinaskákfélaginu. Sex sveitir kepptu um sigurinn.
Vinaskákfélagið stóð fyrir verðlaunum, einnig voru bókaverðlaun og var glæsilegt úrval bóka í ár. Þau bókaforlög sem styrktu skákmótið voru: Skrudda, Sögur útgáfa og Benedikt útgáfa.
Til að skákmenn yrðu ekki svangir, þá var kaffi og kökur sem skákmenn gæddu sér á.
3 eru í hverju liði og hefur ríkt sú hefð að ef vantar í lið, þá er því reddað. Þannig að stundum er lánað skákmenn í önnur lið. Keppt er allir við alla (lið) eða 5 skákir.
Þær sveitir sem kepptu í ár voru:
Vin X, Vin Y, Mixed, Geysir, Flókinn X og Flókinn Y.
Eftir æsispennandi keppni sigraði lið Vin-Y, sem skipað voru: Róbert Lagerman, Herði Jónassyni og Höskuldi Dungal. (sjá mynd).
Í öðru sæti var lið Vin-X, sem skipað voru: Ólafur Thorsson, Hjálmari sigurvaldason og Pétri Jóhannessyni. (sjá mynd).
Í þriðja sæti var lið Mixed, sem skipað voru: Gauti Páll, Ricardo og Kári.
Veitt voru einnig borðaverðlaun og fyrir bestan árangur á:
- Borði hlaut Róbert Lagerman með 4,5 vinninga.
- Borð hlaut Hjálmar Sigurvaldason með 5 vinninga.
- Borð hlaut Höskuldur Dungal með 5 vinninga.
Mótið tókst með eindæmum vel og þakkar Vinaskákfélagið öllum sem komu á mótið.
Kveðja, Hörður Jónasson, forseti Vinaskákfélagsins.