Sigurvegarar mótsins, Daði, Gunnar og Örn Leo

Fjölmennt á Meistaramóti Stofunnar.

Stofan í samstarfi við Vinaskákfélagið héldu frábært hraðskákmót í Stofunni, Vesturgötu 3, þann 15 ágúst. Fjölmennt var eða 25 manns sem tóku þátt. Skákstjóri var Elvar Örn Hjaltason og honum til aðstoðar var Héðinn Briem. Tefldar voru 9 umferðir með 3 mín + 2 sek á klukkunni. Mótið verður reiknað til Fide hraðskákstiga.

Ekkert kostaði inn. Ýmis verðlaun voru t.d. peningaverðlaun, gjafabréf á Stofuna og aðra staði auk þess sem medalíur voru veittar fyrir efstu þrjú sætin ásamt eignarbikar til sigurvegarans. Sérstök útdráttarverðlaun voru í lok móts sem allir keppendur áttu möguleika á að hreppa.

Fyrstu verðlaun: 5.000 kr. peningaverðlaun + eignarbikar.

Önnur verðlaun: 3000 kr. gjafabréf sem gildir á Stofunni.

Þriðju verðlaun: 2000 kr. gjafabréf sem gildir á Stofunni.

Sigurvegari varð Daði Ómarsson með 8 vinninga.

Í öðru sæti varð Gunnar Freyr Rúnarsson með 6,5 vinninga.

Í þriðja sæti varð Örn Leo Jóhannsson með 6 vinninga.

Þeir sem voru dregnir út í aukavinninga voru Snorri Thor Sigurðsson, en hann fékk 2 miða í Bíó Paradís og Ingólfur Gíslason sem fékk 2.500 kr. gjafabréf hjá Mandi.

Það var mál manna að mótið hefði heppnast mjög vel og higgur skákstjóri á fleiri mót með sama sniði í vetur og í samstarfi við Vinaskákfélagið.

Sjá öll úrslit á: chess-results

x

Við mælum með

Alþjóðlega Geðheilbrigðisskákmótið 2024.

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10. október ár hvert og hefur Vinaskákfélagið skipulagt þetta skákmót undanfarin ...