Hópmynd á afmælisskákmóti þeirra Don and Joe

Afmælisbarnið Róbert Lagerman sigraði á 120 ára Don and Joe skákmótinu 2022.

Afmælisskákmótið þeirra félaga Don and Joe var í dag 30 júlí 2022 í Faxafeni.

Glæsilegar veitingar voru á staðnum, terta og snittur með kaffi og gosi handa skákmönnum til að safna orku fyrir mótið.

20220730_124938

Tertur og snyttur

Áður en skákmenn gæddu sér á veitingunum, þá veitti Vinaskákfélagið þeim félögum Don and Joe Afmælis Barmerki í tilefni afmælis þeirra.

Afmælis barmerki handa Don and Joe

Þeir félagar tóku svo fyrstu sneiðina af afmæistertunni og var tekin mynd af því tilefni.

Don and Joe að munda hnífinn á tertunni

Rúmlega 14:00 setust svo 13 skákmenn sem mættu til leiks að tafli og skemmtu sér vel. Tefldar voru 7 umferðir með 3 mín + 2 sek.

Börn Jóhanns Valdimarssonar léku svo fyrsta leikinn bæði hjá Róbert og Jóa.

Börn Jóa að leika fyrsta leikinn hjá Don og Helga.

Börn Jóa að leika fyrsta leikinn hjá Jóa og Tómasar

 

 

 

 

 

 

 

Verðlaun voru glæsileg, en fyrir utan verðlaunapeninga fyrir 3 efstu sætin og barmerkin, þá gaf Skrudda bókaforlag margar bækur sem afmælisbarnið Don veitti í lok skákmótsins til þátttakanda.

Stjórn Vinaskákfélagsins vil þakka Skruddu bókaforlag sérstaklega fyrir þeirra framlag að gefa bækur á þetta mót.

20220730_124526

Verðlaunin á afmælismótinu

Sigurvegarar á afmælismótinu voru:

  1. Róbert Lagerman með 6,5 af 7 vinningum.
  2. Tómas Björnsson með 6,5 vinninga, en lægri á stigum.
  3. Brynjar Bjarkarson með 4 vinninga.

Glæsileg umgjörð var í kringum mótið og vill forseti Vinaskákfélagsins þakka þeim Róbert Lagerman og Jóhanns Valdimarssonar fyrir góðan undirbúning að mótinu.

Sjá úrslit á mótinu hér: 120 ára afmæliskákmót þeirra Don and Joe

Kveðja, Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Heimsókn á leiði Hrafns Jökulssonar 31 júlí 2024.

 Í dag fórum við Róbert Lagerman í heimsókn á Sólarlandið þar sem Hrafn Jökulsson hvílir. ...