Afmælisskákmótið þeirra félaga Don and Joe var í dag 30 júlí 2022 í Faxafeni.
Glæsilegar veitingar voru á staðnum, terta og snittur með kaffi og gosi handa skákmönnum til að safna orku fyrir mótið.
Áður en skákmenn gæddu sér á veitingunum, þá veitti Vinaskákfélagið þeim félögum Don and Joe Afmælis Barmerki í tilefni afmælis þeirra.
Þeir félagar tóku svo fyrstu sneiðina af afmæistertunni og var tekin mynd af því tilefni.
Rúmlega 14:00 setust svo 13 skákmenn sem mættu til leiks að tafli og skemmtu sér vel. Tefldar voru 7 umferðir með 3 mín + 2 sek.
Börn Jóhanns Valdimarssonar léku svo fyrsta leikinn bæði hjá Róbert og Jóa.
Verðlaun voru glæsileg, en fyrir utan verðlaunapeninga fyrir 3 efstu sætin og barmerkin, þá gaf Skrudda bókaforlag margar bækur sem afmælisbarnið Don veitti í lok skákmótsins til þátttakanda.
Stjórn Vinaskákfélagsins vil þakka Skruddu bókaforlag sérstaklega fyrir þeirra framlag að gefa bækur á þetta mót.
Sigurvegarar á afmælismótinu voru:
- Róbert Lagerman með 6,5 af 7 vinningum.
- Tómas Björnsson með 6,5 vinninga, en lægri á stigum.
- Brynjar Bjarkarson með 4 vinninga.
Glæsileg umgjörð var í kringum mótið og vill forseti Vinaskákfélagsins þakka þeim Róbert Lagerman og Jóhanns Valdimarssonar fyrir góðan undirbúning að mótinu.
Sjá úrslit á mótinu hér: 120 ára afmæliskákmót þeirra Don and Joe
Kveðja, Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins.