3 efstu ásamt Herði Jónassyni varaforseta

15 ára afmælishátíð Vinaskákfélagsins.

Í dag 24 september 2018 var haldin 15 ára afmælishátíð Vinaskákfélagsins í Vin batasetur að Hverfisgötu 47. Afmælishátíðin var skipt í tvennt, annars vegar var haldið flott skákmót sem byrjaði klukkan 13 og síðan sjálft afmælið klukkan 14 með afmælissöngnum og veglegum veitingum eða tertum frá Myllunni og Sandholt. Fyrir utan skákmennina sjálfa sem voru 18, þá mættu margir gestir til að fagna þessum tímamótum hjá Vinaskákfélaginu.

Þarna mættu t.d. Hrannar Jónsson formaður Geðhjálp, Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar, Elín Ebba Ásmundsdóttir framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs, Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt og Hrafnkell Tryggvason Suss.Education, svo einhverjir séu nefndir.

Forseti Vinaskákfélagsins, Róbert Lagerman, hélt tölu og bar kveðju frá forseta Hróksins, Hrafns Jökulssonar Verndara Vinaskákfélagsins, sem staddur er á Ströndum við skákkennslu í grunnskólum þriggja hreppa.

En þá að úrslitum skákmótsins. Halldóra Pálsdóttir forstöðukona í Vin, lék fyrsta leikinn hjá Jon Olav Fivelstad í skák þeirra Róberts Lagermans og Jon Olav.

18 skákmenn mættu til leiks og var hart barist á skákborðinu en að lokum voru úrslit þessi.

Í fyrsta sæti varð Ólafur Thorsson með 5 vinninga.

Í öðru sæti varð Róbert Lagerman líka með 5 vinninga.

Í þriðja sæti  varð Jon Olav Fivelstad með 4 vinninga.

Sjá úrslit hér: chess-results. 

Róbert Lagerman var skipuleggari mótsins og skákstjóri var Hörður Jónasson.

Stjórn Vinaskákfélagsins þakkar starfsfólki og sjálfboðaliðum Vinjar fyrir frábæran dag og hjálpina við að gera þetta afmæli frábært.

Kveðja Hörður Jónasson varaforseti Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Alþjóðlega Geðheilbrigðisskákmótið 2024.

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10. október ár hvert og hefur Vinaskákfélagið skipulagt þetta skákmót undanfarin ...